Boðað til hluthafafundar í HB Granda
Hluthafafundur HB Granda hf. verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.
Dagskrá
- Tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi með útgáfu nýrra hluta í HB Granda hf.
- Tillaga stjórnar til breytinga á grein 1.1. samþykkta félagsins þess efnis að nafn félagsins verði Brim hf.
- Önnur mál
Kynning á sölufélögunum verður birt tveimur vikum fyrir fundinn.
Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjölum.