Lágt verð á eldislaxi

Deila:

Verð á laxi hefur ekki verið lægra en nú í október frá árinu 2017. Á síðustu þremur mánuðum hefur verðið verið undir 5 evrum eða innan við 700 íslenskar krónur. Í október féll verðið niður í 600 krónur en það er 47% lækkun frá því í janúar 2017, þegar verðið var 1.132 krónur samkvæmt frétt á Sea Data Center.

Skýringar á lágu verði eru mikið framboð á síðustu mánuðum og að hlutfall ódýrari fisks, 3-4 kílóa hefur verið hærra en hlutfall dýrari fisks, 6 kíló og stærri. Vísbendingar eru um að meðalverð þessa árs  verði 791 króna á kílóið, en á síðasta ári var meðalverðið 860 krónur. Engu að síður spáir DNB bankinn í Noregi því að verðið í ár verði að meðaltali 818 krónur. Fishpool spáir lítilsháttar breytingu á næsta ári, 3% verðhækkun og verðið verði 813 krónur að meðaltali.
Nánari upplýsingar er að finna á seadatacenter.com

 

Deila: