Síldveiðar langt komnar

Deila:

Veiðar á norsk-íslensku síldinni eru nú mjög langt komnar. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu eru 93.800 tonn komin á land. Leyfilegur heildarafli er 106.000 tonn og því um 12.000 tonn enn óveidd. Þegar uppsjávarveiðiskipin eru búin með veiðiheimildir sínar taka kolmunnaveiðar við á ný eftir nokkurt hlé.

Tvö skip eru með mestan afla, Margrétt EA með rétt tæp 10.000 tonn og Venus með rúmlega 9.200 tonn. Tæplega 20 skip hafa landað síld á vertíðinni og næstu skip eru Beitir NK með 8.450 tonn og -Börkur NK með 8.360 tonn.

Deila: