Sektaður um 8 milljónir í Namibíu

165
Deila:

Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Samherjaskipinu Heinasete, hefur verið dæmdur til að greiða átta milljónir króna í sekt í Namibíu eða sæta 12 ára fangelsisrefsingu. Hann var fundinn sekur um ólöglegar veiðar við strendur Namibíu í nóvember. Frá þessu er greint á ruv.is

Kröfu namibíska ríkisins um að Heinaste yrði gert upptækt var vísað frá. Namibian Sun greinir frá dómnum, sem var kveðinn upp í morgun.

Arngrímur játaði við meðferð málsins fyrir dómi í síðustu viku að hafa veitt ólöglega. Hann var handtekinn 20. nóvember. Fyrst var honum stungið í steininn en hefur síðan sætt farbanni.

Arngrímur sagði í yfirlýsingu daginn eftir handtökuna að ásakanirnar hafi komið honum á óvart, en umrædd ferð átti að verða hans síðasta á 34 ára skipstjóraferli.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

 

Deila: