Loðna við Kolbeinseyjarhrygg

165
Deila:

Nýjar loðnutorfur sem fundist hafa undan Norðurlandi gefa vonarglætu um að ekki sé öll nótt úti enn um loðnuvertíð og hefur verið ákveðið að framlengja loðnuleit hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar og undirbúa þriðja leitarleiðangur veiðiskipa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í gær.

Loðnuleiðangri númer tvö er núna lokið og veiðiskipin fjögur sem tóku þátt flest snúin til hafnar en þau voru Margrét, Aðalsteinn Jónsson, Börkur og Polar Amaroq.

Ákveðið er hins vegar að Árni Friðriksson haldi leit áfram en hafrannsóknaskipið er núna undan suðausturlandi og sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri nú síðdegis að verið væri að undirbúa að fá veiðiskip með í nýjan leiðangur, þann þriðja í röðinni.

Ástæðan eru loðnutorfur sem fundust vestur af Kolbeinseyjarhrygg, suðvestan Kolbeinseyjar, en þær hafa kveikt nægilega mikla von til þess að menn eru ekki ennþá tilbúnir að afskrifa loðnuvertíð í ár.

Ákveðið er hins vegar að Árni Friðriksson haldi leit áfram en hafrannsóknaskipið er núna undan suðausturlandi og sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri nú síðdegis að verið væri að undirbúa að fá veiðiskip með í nýjan leiðangur, þann þriðja í röðinni.

Ástæðan eru loðnutorfur sem fundust vestur af Kolbeinseyjarhrygg, suðvestan Kolbeinseyjar, en þær hafa kveikt nægilega mikla von til þess að menn eru ekki ennþá tilbúnir að afskrifa loðnuvertíð í ár.

Deila: