Löng heimsigling með aflann

137
Deila:

Hoffell er lagt af stað með 1.600 tonn af kolmunna frá miðunum við Írland. Siglingin er um 800 mílur og tekur um tvo og hálfan sólarhring til Fáskrúðsfjarðar. Er það fyrsti kolmunnafarmurinn til landsins sem er veiddur vestan við Írland á þessu ári. Nokkur íslensk skip eru að veiðum á svæðinu og gera má ráð fyrir að þau komi í kjölfarið á Hoffellinu.

Samkvæmt aflastöðulista fiskistofu er leyfilegur heildarafli á kolmunna á þessu ári 192.000 tonn. Um 6.200 tonn hafa þegar verið veidd og var sá afli tekinn sunnan við Færeyjar í byrjun árs. Hoffelllið náð þá 1.819 tonnum  og er nú á leið heim með 1.600. Annars gengu veiðarnar sunnan Færeyja illa vegna veðurs og svo gekk kolmunninn af svæðinu og inn lögsögu ESB, þar sem íslensk skip mega ekki veiða.

 

 

 

Deila: