Meira verðmæti þrátt fyrir minni afla

Heildarafli íslenskra skipa var 1.048 þúsund tonn á árinu 2019 og fyrir vikið 211 þúsund tonnum minni en árið 2018 samkvæmt bráðabirgðatölum. Þrátt fyrir samdrátt í heildarafla jókst engu að síður aflaverðmæti á milli ára samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.
Aflaverðmæti fyrstu sölu var um 145 milljarðar króna á síðasta ári sem er aukning um ríflega 17 milljarða samanborið við árið 2018. Afli botnfisktegunda var tæplega 481 þúsund tonn á síðasta ári sem er álíka mikið og veiddist árið 2018. Aflaverðmæti botnfisktegunda jókst hins vegar um 23,7% á milli ára og nam ríflega 112 milljörðum árið 2019. Af botnfisktegundum var þorskur sem fyrr verðmætasta tegundin en af honum veiddust 273 þúsund tonn árið 2019 og nam verðmæti þess afla úr sjó um 70 milljörðum króna.
Aflasamdráttur á árinu 2019 skýrist nær eingöngu af minni uppsjávarafla, enda var engin loðnuveiði auk þess sem minna veiddist af kolmunna og makríl en síðastliðið ár. Ríflega 534 þúsund tonn veiddust af uppsjárvarafla samanborið við 739 þúsund tonn árið 2018. Verðmæti uppsjávartegunda nam 21,6 milljörðum á síðasta ári og dróst saman um 11,6% frá fyrr ári.
Afli og aflaverðmæti 2018–2019 | ||||||
Tonn/Milljónir króna | Aflamagn, janúar-desember | Aflaverðmæti, janúar-desember | ||||
2018 | 2019 | % | 2018 | 2019 | % | |
Samtals | 1.258.551 | 1.047.515 | -16,8 | 127.937 | 145.065 | 13,4 |
Botnfiskur | 480.224 | 480.904 | 0,1 | 90.755 | 112.299 | 23,7 |
Þorskur | 275.017 | 272.977 | -0,7 | 57.445 | 69.947 | 21,8 |
Ýsa | 48.459 | 57.745 | 19,2 | 10.589 | 14.428 | 36,3 |
Ufsi | 66.250 | 64.681 | -2,4 | 7.947 | 10.430 | 31,2 |
Karfi | 57.989 | 53.352 | -8,0 | 10.208 | 12.102 | 18,5 |
Annar botnfiskur | 447.716 | 448.756 | 0,2 | 4.565 | 5.391 | 18,1 |
Flatfiskafli | 27.090 | 22.185 | -18,1 | 10.162 | 9.317 | -8,3 |
Uppsjávarafli | 738.739 | 534.372 | -27,7 | 24.405 | 21.578 | -11,6 |
Síld | 123.905 | 137.930 | 11,3 | 4.640 | 5.905 | 27,3 |
Loðna | 186.326 | 0 | – | 5.892 | 0 | – |
Kolmunni | 292.949 | 268.357 | -8,4 | 6.366 | 7.181 | 12,8 |
Makríll | 135.559 | 128.084 | -5,5 | 7.507 | 8.491 | 13,1 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 1 | – | 0 | 0 | – |
Skel- og krabbadýraafli | 12.498 | 10.050 | -19,6 | 2.615 | 1.870 | -28,5 |
Humar | 728 | 259 | -64,4 | 568 | 267 | -53,0 |
Rækja | 4.473 | 2.920 | -34,7 | 1.489 | 1.053 | -29,3 |
Annar skel- og krabbadýrafli | 7.297 | 6.872 | -5,8 | 559 | 550 | -1,5 |
Annar afli | 0 | 3 | – | 0 | 0 | – |