Meðalverð hækkaði um tæpan fjórðung
Meðalverð botnfiskafla árið 2019 jókst um 22,8% frá fyrra ári. Meðalverð á þorski var 255 kr./kg, meðalverð ýsu var 247 kr./kg og meðalverð á karfa var 225 kr./kg. Meðalverð þorsks sem seldur var í beinum viðskiptum var 224 kr./kg, meðalverð á sjófrystum þorski var 356 kr./kg og þorskur seldur á fiskmörkuðum var 312 kr./kg.