Stærstur hluti aflans seldur beint til vinnslu

181
Deila:

Stærstur hluti fiskaflans er seldur í beinni sölu útgerða til vinnslu. Árið 2019 var 75% af heildarafla seldur í beinum viðskiptum og nam verðmæti þess afla 77,5 milljörðum sem er um 53% af heildarverðmæti aflans. Verðmæti sjófrysts afla nam 37,8 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði nam 22,2 milljörðum samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Aflamagn og aflaverðmæti eftir tegund löndunar 2018–2019
  2018 2019 % 2018 2019 %
Heildarafli (tonn) Verðmæti alls (m.kr.)
Samtals 1.258.551 1.047.515 -16,8 127.937 145.065 13,4
Bein viðskipti 984.339 788.261 -19,9 70.842 77.508 9,4
Á fiskmarkað 92.091 87.574 -4,9 19.555 22.213 13,6
Sjófrysting 154.877 132.597 -14,4 31.488 37.825 -77
Í gáma til útflutnings 24.744 23.017 -7,0 5.792 6.287 8,6
Aðrar löndunartegundir 2.500 16.065 542,7 260 1.232 373,0
Þorskafli (tonn) Verðmæti þorskafla (m.kr.)
Samtals 275.017 256.094 -6,9 57.445 65.287 13,7
Bein viðskipti 195.549 183.039 -6,4 36.531 40.997 12,2
Á fiskmarkað 42.437 34.800 -18,0 10.484 10.843 3,4
Sjófrysting 31.138 32.852 6 8.810 11.692 33
Í gáma til útflutnings 4.792 3.882 -19,0 1.440 1.405 -2,4
Aðrar löndunartegundir 1.102 1.521 38,0 181 349 93,0

 

Deila: