Fundir um „FarFish“

152
Deila:

FarFish verkefnið stendur fyrir röð fyrirlestra um fiskveiðistjórnun og nýsköpun (marine management and innovation) dagana 9-13 mars. Í FarFish verkefninu er sjónum beint að veiðum fiskveiðiflota Evrópusambandsins á alþjóðlegum hafsvæðum og innan lögsögu þriðja heims ríkja sem gert hafa samninga um aðgang að fiskveiðiauðlindum sínum. Mikilvægur hluti í verkefninu snýr að kennslu og miðlun þekkingar til hagaðila, hvort sem er meðal útgerðarmanna í Evrópu eða fulltrúa strandríkja sem Evrópusambandið hefur samið við.

Einn partur af þeirri kennslu og þekkingarmiðlun er í formi námskeiðs sem Háskólinn í Tromsö skipuleggur. Matís bíður þeim sem áhuga hafa á, að sitja einstaka fyrirlestra í námskeiðinu. Streymt verður frá fyrirlestrunum inni í kennslustofu á Matís og í framhaldi verða umræður sem stýrt er af starfsmönnum Matís sem taka þátt í FarFish verkefninu.

Deila: