Færeyjar, ESB og Noregur semja um eftirlit

196
Deila:

Færeyjar, Evrópusambandið og Noregur hafa gengið frá samkomulagi um sameiginlegt eftirlit í Norðaustur-Atlantshafi á þessu ári. Samningurinn nær til veiða á kolmunna, norsk-íslenskri síld, makríl og brynstirtlu. (hrossamakríl)

Samningaviðræður um sama mál milli Færeyja, Íslands, ESB, Grænlands, og Noregs fóru fram í London í janúar undir forystu Norðmanna. Niðurstaða náðist ekki þá og því var þessi þríhliðasamningur frágenginn nú.

Samningafundir allra strandríkjanna eru fyrirhugaðir á ný í haust og er markmiðið þá að ná varanlegum samningi  um eftirlitið fyrir 2021 og næstu ár þar á eftir.

 

Deila: