Ekkert sandsíli, bara loðna

447
Deila:

Óvænt niðurstaða var í leiðangri færeyska rannsóknaskipsins Magnusar Heinasonar til rannsókna á sandsíli. Aðeins 4 kíló af sandsíli fengust í 11 togum. Hins vegar fékkst mikið af loðnu, bæði inni á fjörðum og utar við eyjarnar. Það hefur aldrei gerst áður.

Loðna fékkst inni á Skálafirði, í Haraldssundi, á Rituvík og utar við Viðey og austan Dalsenda á Sandey. Slíkt hefur ekki gerst áður, en ekki liggur fyrir hversu mikið af loðnu var þarna á ferðinni. Mikið af loðnunni var að hrygna og telja færeysku fiskifræðingarnir að mögulega hafi þessa loðnu rekið til Færeyja frá Íslandi. Einnig varð vart við loðnuseyði í leiðangrinum.

 

 

 

Deila: