Tíu jákvæð verkefni hjá Sjávarklasanum

141
Deila:

Í nýju fréttabréfi Sjávarklasans er fjallað stuttlega um tíu skemmtileg verkefni, sem þar er unnið  að um þessar mundir.

„Framhaldsskólanemendur í nýsköpunarnámi hafa nýtt tímann vel að undanförnu við að þróa hugmyndir sínar. Námið er hluti af JA fyrirtækjasmiðjunni sem Sjávarklasinn er hluti af. Hugmyndirnar, sem hafa komið fram, eru algerlega frábærar og fjölmargar snúast um að nýta hafsins gæði. Sem dæmi má nefna:

Nýting á roði sem dýrafóður

Netakúlur sem inniljós og blómapottar

Gömul net í stað plasts til að vernda vörur á brettum

Þarasmyrsl

Fiskikollagendrykkir

Við erum sérstaklega ánægð með hvað okkar samstarfsfyrirtæki hafa tekið vel á móti þessum ungu frumkvöðlum. Á engan er hallað þótt Hampiðjan sé sérstaklega nefnd í því sambandi. Fjölmargir nemendur hafa notið leiðsagnar og fengið ýmsan búnað gefins frá fyrirtækinu,“ segir meðal annars í fréttabréfinu.

Í bréfinu eru nefnd 9 önnur verkefni en það má nálgast á slóðinni  http://www.sjavarklasinn.is/wp-content/uploads/2020/04/Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f-Sj%C3%A1varklasans_april20.pdf

Deila: