Auknar skattgreiðslur Arnarlax

249
Deila:

PWC gerði skattsporagreiningu Arnarlax vegna ársins 2019 en það ár nam uppskera félagsins um 10.000 tonnum af laxi. Skattasporagreining er samantekt sem sýnir með einföldum hætti þær skattgreiðslur og gjöld sem fyrirtækið greiðir til samfélagsins.

Greining PWC sýnir töluverða aukningu í launagreiðslum, skattgreiðslum og greiðslum til sveitarfélaga svo eitthvað sé nefnt.

Heildarlaunakostnaður samstæðunnar nam 1.338 millj. kr. á árinu 2019 samanborið við 1.069 millj. kr. árið 2018 og er það aukning upp á 25% á milli ára. Skattar og gjöld samstæðunnar aukast um 29% á milli ára og voru 644 millj. kr. fyrir árið 2019 og greiðslur til sveitarfélaga nema 92 millj. kr.

Arnarlax greiddi 46 millj. kr. í umhverfissjóð sjókvíaeldis en markmið sjóðsins er að lágmarka möguleg umhverfisáhrif af völdum eldis í sjó. Þess má geta að greiðslur Arnarlax í Umhverfissjóðinn hafa aukist um 70% frá árinu 2017.

Búist er áframhaldandi vexti á framleiðslu en áætlanir gera ráð fyrir að uppskera ársins 2020 verði um 12.000 tonn af laxi

 

Deila: