Grásleppuafli eykst ár frá ári
Afli af grásleppu í apríl hefur farið hratt vaxandi undanfarin ár. Árið 2017 var aflinn í apríl 1.522 tonn. Síðan þá hefur afli meira en tvöfaldast og varð nú 3.6001 tonn. Árið 2018 varð aflinn í apríl 2.155 tonn og 2.378 I fyrra.
Nú hefur langleiðina í helmingur aflans verið tekinn á Norðurlandi eystra, eða 1.340 tonn, en þar hefst veiðitímabilið að öllu jöfnu fyrst. Á Norðurlandi vestra var aflinn 745 tonn og 616 tonn á Vestfjörðum. Aflinn á Austfjörðum var 578 tonn, en í öllum þessum tilfellum er um verulega aukningu frá fyrri árum að ræða. Suðunesjamenn lönduðu 118 tonnum í apríl, höfuðborgarbúar 82, á Vesturlandi varð aflinn 122 tonn. Engin grásleppa veiddist á Suðurlandi.
Sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðarnar fyrir nokkru þar sem leyfilegum heildarafla var náð. Þá höfðu veiðar ekki hafist við innanverðan Breiðafjörð og bátar á Vesturlandi og Vestfjörðum höfðu ekki ná a‘ klára sína veiðidaga. Ráðuneytið hefur gefið út að bátar við innanverðan Breiðafjörð fái að veiða í 10 daga.