Góð veiði en verðið hrunið

174
Deila:

Að loknum tveimur vikum á strandveiðum er ljóst að veiðarnar njóta mikilla vinsælda.  Frá í fyrra hefur leyfum fjölgað um 87 og voru að morgni sl. föstudags 540.  Er það aukning um 19% milli ára.  Aflabrögð hafa verið skínandi góð á flestum stöðum við landið.  Alls er búið að færa að landi 1.262 tonn sem er 35% meira en á sama tíma í fyrra, að loknum 8 dögum.

Tugaprósenta verðlækkun 

Það fylgir þó böggull skammrifi að verð sem fengist hefur fyrir aflann er óviðunandi. Fimmtudaginn 14 maí voru 240 tonn af óslægðum handfæraþorski seld á fiskmörkuðum landsins og meðalverðið aðeins 179 kr/kg.  Magnið nam 51% alls þorsks þann daginn.  Í töflunni sem hér fylgir gefur að líta stærðaflokkun og verð, til samanburðar er verið á sama þann degi fyrir ári samkvæmt frétt á heimasíðu landssambands smábátaeigenda.

Á myndinni er Gilli Jó að koma inn til löndunar í Grindavík. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: