„Við settum markið hátt og kláruðum það“

221
Deila:

„Við settum okkur háleit, jafnvel óraunhæf markmið, en við kláruðum þau. Nú erum við tilbúnir með  fyrstu sjávarútvegssýningu heims á netinu,“ segir Hanus Samró, sölustjóri Fisfacts

Forritararnir hafa lagt dag við nótt til að finna lausnir á tæknilegum þáttum. Með nýjasta forritinu til skrásetningar og pantana, sem var hleypt af stokkunum í dag, geta notendur nú þegar byrjað að panta fundi með þjónustufyrirtækjunum.

„Þetta hefur verið ómetanlega spennandi og lærdómsríkt. Við höfum lagt mikla áherslu á notendavænt umhverfi og hefur það tekist sérlega vel. Nú fara notendur einfaldlega inn á sýningarsvæðið, velja sér þjónustufyrirtæki og panta síðan fund. Það bæði einfalt og auðvelt,“ segir Hanus Samró, sölustjóri.

Á þessari stundu hafa 25 þjónustufyrirtæki skráð sig, en það eru bæði færeysk og erlend fyrirtæki.

„Við erum afar ánægðir með undirtektirnar. Við  höfum verið í sambandi við fjölmörg fyrirtæki, svo það er mögulegt að einhver þeirra heltist úr lestinni, en það þýðingarmesta af öllu er að notendur okkar fái góða þjónustu,“ segir Hanus.

Netsýning Fishfatcs verður haldin dagana 9.til 10. júní, en það eru feðgarnir Hanus og Óli Samró sem eiga og rekafyrirtækið.

Hér er hægt að panta netfund: https://www.youtube.com/watch?v=hNZ__SYQDVc&t=3s

 

 

 

Deila: