Lítill munur á íshlutfalli

223
Deila:

Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtana m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa viðhaft eftirlit með endurvigtun á tímabilinu 1. febrúar til 30. apríl 2020.

Taflan hér að neðan sýnir samanburð á  vegnu meðalíshlutfalli hvers vigtunarleyfishafa þegar eftirlitsmaður var ekki á vettvangi og íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með vigtuninni.

  • Vegið meðalíshlutfall er íshlutfall vigtunar þegar tekið er tillit til heildarmagns sem vigtað er í öllum vigtunum  frá tilteknu skipi hjá viðkomandi leyfishafa.
  • Þessi tala er borin saman við íshlutfallið þegar eftirlitsmaður er viðstaddur endurvigtun og mismunurinn í prósentustigum er birtur.

Taflan sýnir einnig heildarafla sem viðkomandi skip landaði hjá vigtunarleyfishafanum á tímabilinu.

Ástæður  breytilegs íshlutfalls geta verið margvíslegar. Það er hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að vigtun á sjávarafla sé sem réttust. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir  Fiskistofa margvíslegum aðferðum og  má í því sambandi nefna samvinnu við útgerðir og vinnslur, áhættugreiningu og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla.

 

 

Deila: