Grillveisla í varðskipinu Þór

153
Deila:

Óvenju fjölmennt var um borð í varðskipinu Þór við Miðbakka í hádeginu í gær. Ástæðan er sú að þar var haldið sumargrill Landhelgisgæslunnar á bryggjunni. Til að fagna sumrinu og langþráðum sumarfríum komu starfsmenn Gæslunnar saman á höfninni og borðuðu um borð í varðskipinu.

Einnig var hjólagörpum LHG veittar viðurkenningar fyrir frábæran árangur átakinu Hjólað í vinnuna. Þór lét svo úr höfn í Reykjavík síðdegis og hélt hefðbundins til eftirlits á Íslandsmiðum.

 

Deila: