ICES ráðleggur mikla aukningu á þorskkvóta í Barentshafi
Alþjóða hafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að þorskkvótinn í Barentshafi verði 885.600 tonn á næsta ári. Það er 28% aukning frá ráðleggingunni fyrir þetta ár, sem er 689.672 tonn. Ráðgjöfin fyrir næsta ára er 20% hærri en leyfilegur hámarksafli á þessu ári, en hann var ákveðinn sameiginlega af Norðmönnum og Rússum, 738.000 tonn.
Samkvæmt ráðleggingum ICES verður 8% aukning á ýsukvótanum viðað við síðustu ráðgjöf. Leyfilegur afli verður þannig 232.537 tonn, en kvótinn í ár er 215.000 tonn. Þá ráðleggur ICES að hámarksafli af ufsa á næsta ári verði ekki meiri en 197.779, en ráðlegging þessa árs var 171.982 tonn.
Þessi mikla aukning í ráðgjöfinni er athyglisverð fyrir þær sakir að Norðmenn og Rússar hafa nánast alltaf ákveðið meiri kvóta en ICES ráðleggur eins og sjá má á tölunum í ár. Ráðleggingin er 689.672 tonn er kvótinn 738.000 tonn.
Til samanburðar er rétt að nefna að hér leggur Hafró til 6% lækkun á þorskkvótanum og að aflinn fari ekki yfir 256.593. Á þessu ári er kvótinn 272.411 tonn.