Kunni vel að meta fulsuna

137
Deila:

Fyrsta fulsupartí Íslandssögunnar var haldið í úsi sjávarklasans í vikunni.

Gestir gæddu sér á dýrindis fiskipulsum sem eru hugarfóstur Loga í Hafinu og renndu þeim niður með fiskikollagen drykknum Collab frá Feel Iceland og Ölgerðinni.

Á meðal gesta var Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og kunni hann vel að meta fulsuna. Feed the viking og Bifröst foods gáfu gestum einnig kynningu og smakk af sínum frábæru vörum.

Nýja Útvegsspilið var einnig til sýnis og vann heppinn gestur eitt eintak af því

 

Deila: