Bredegaard Boats afhenda plastbát til Grænlands

Danska skipasmíðastöðin Bredegaards Boats hefur nú afhent grænlenskum kaupanda plastbátinn Mille-Kuka Hann er 14,99 metrar að lengd, 6,67 metrar á breidd og ristir 2,70 metra. Báturinn verður gerður út á veiðar á krabba og línu við Grænland. Sama stöð smíðaði Bárð SH, sem er enn stærri bátur og stærsti plastfiskibátur landsins.
Mille-Kuka kom við í Hafnarfirði til að taka ýmsan útbúnað til veiða frá Ísfelli, en beitingarvél frá Mustad verður sett niður í bátinn á Grænlandi. Svo vildi til að Bárður SH lá við hlið grænlenska bátsins í Hafnarfjarðarhöfn.

Friðrik og Sigurður voru að afhenda útbúnað til línuveiða frá Ísfelli um borð í Mille-Kuka. Á efri myndinni sést báturinn og fyrir aftan hann má sjás Bárð SH.
Myndir Hjörtur Gíslason.