Sigurgeir til liðs við SFS

655
Deila:

Sigurgeir Bárðarson, héraðsdómslögmaður hefur gengið til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Sigurgeir er með BA og ML gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann starfaði sem lögmaður hjá LEX lögmannsstofu frá árinu 2013 þar sem hann var hluti af eigna-, auðlinda og stjórnsýsluréttarteymi stofunnar.

Undanfarin ár hefur Sigurgeir unnið náið með fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum vegna fjölda mála á sviði umhverfis- og skipulagsréttar. Einnig sem sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir fyrirtæki og verkfræðistofur í tengslum við framkvæmd mats á umhverfisáhrifum framkvæmda.

Verkefni Sigurgeirs hjá SFS munu meðal annars lúta að almennri lögfræðilegri ráðgjöf með áherslu á fiskeldismál, vinnslu álitsgerða og umsagna, samningsgerð og aðstoð við félagsmenn.

 

Deila: