Salti landað í Grindavík

135
Deila:

Eitt stærsta flutningaskip, sem komið hefur til Grindavíkur liggur nú í höfninni. Það er 109 metra langt og og mjög breitt, var fullt af salti, þegar það kom til hafnar. 4.200 tonn af salti fara úr skipinu í Grindavík og síðan fer það með 3.100 tonn til Hafnarfjarðar á miðvikudag.

Svona stór skip þurfa aðstoð hafnsögumanns til að komast inn á höfnina og síðan færa dráttarbátar skipið að bryggju og snúa því eftir því sem við á. Á síðu skipsins eru merkingar þar sem dráttarbátarnir eiga að koma að því. Þetta skip heitir Endurance.

 

Deila: