Verðum að framleiða okkur út úr kreppunni

163
Deila:

„Sjávarútvegurinn er að skila gífurlegum tekjum inn í samfélagið og nú þegar blikur eru á lofti vegna Covid-19 fyrir ferðaþjónustuna og stóriðjuna, er fiskeldi á uppleið og sjávarútvegurinn stendur ágætlega. Það er bara ein leið út úr svona kreppu, menn sáu það eftir hrunið 2008, það er að skapa verðmæti, að framleiða sig út úr kreppunni. Þessa vegna held að það sé mikilvægt að menn geri ekkert sem þær veikir greinar sem betur standa og geta varðað leiðina út úr kreppunni,“ segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í samtali í nýjasta tölublaði Ægis.

„Við erum með mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur skilað okkur miklu forskoti á aðrar þjóðir. Við erum að stjórna veiðunum með skilvirkari hætti heldur en flestir. Meginstofnarnir eins og þorskurinn eru góðu lagi. Það hefur skilað okkur ákveðnu forskoti. Tæknilega séð stöndum við vel. En það er sótt að okkur og við megum ekki sofna á verðinum. Ég held að allir verði að byrja á því að spyrja sig þeirrar spurningar hvort verið sé að gera eitthvað sem veikir alþjóðlega samkeppnisstöðu sjávarútvegs á Íslandi. Ef menn byrja á því að svara þeirri spurningu, þá held ég að niðurstaðan verði ásættanleg fyrir alla,“ segir Ólafur.

Í blaðinu er tíunduð úthlutun aflamarks á þessu fiskveiðiári, fjallað um nýja fiskvinnslu Samherja á Dalvík og fleira sem viðkemur veiðum og vinnslu.

 

Deila: