Smit um borð í Gullver

152
Deila:

Togarinn Gullver  kemur til Seyðisfjarðar í kvöld með skipverja sem gætu verið smitaðir á COVID-19. Fimm úr áhöfninni hafa fundið til einkenna að því er fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr móttöku skipverjanna, sýnatöku, sóttkví og einangrun þar til svör úr sýnum fást. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðdegis á morgun.

Deila: