Hefðbundin útbreiðsla loðnunnar

166
Deila:

Nýlokið er hefðbundnum loðnuleiðangri skipanna Eros Árna Friðrikssonar að hausti. Eros fór af stað 7. september og Árni þann 14. Eros lenti í nokkrum  vandræðum vegna veðurs á suðvestursvæðinu.  Árni Friðriks var hins vegar á norður- og austurhluta svæðisins. Hann lenti aðeins í vandræðum vegna íss við Grænland, í Grænlandssundi og við Scoresby og þar norður af.

„Yfirferðin gekk ekki alveg eins vel og við hefðum viljað. En útbreiðsla loðnu var hefðbundin. Það var ungloðna  suðvestan til og blanda í Grænlandssundi og svo aðallega kynþroska loðna norðar,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni í samtali við Auðlindina. Hann sagðist ekki geta tjáð sig nánar um niðurstöður mælinga. Enn væri verið að reikna þær út og meta útkomuna.

Staða ungloðnu á síðasta ári var ágæt, þá mældust 82,6 milljarðar fiska og í samræmi við gildandi aflareglu mælti Hafrannsóknastofnun með 170.000 tonna kvóta á vertíðinni í vetur. Niðurstöður mælinga nú kunna að breyta þessum tilmælum

Deila: