Auglýst eftir tilboðum í aflamark
Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki. Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 231,4 kr/kg.
Tilboðsmarkaðurinn var opnar klukkan í morgun. Ekki koma til álita tilboð þar sem aflamark sem boðið er, nær ekki 50% þorskígilda þeirrar tegundar sem óskað er eftir.
Samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu ber að greiða 11.300 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.
Fisktegund | Þíg | Aflamark | |
Ýsa | 0,91 | 174 | kg |
Ufsi | 0,63 | 306.795 | kg |
Gullkarfi | 0,71 | 655.087 | kg |
Blálanga | 0,57 | 17.214 | kg |
Keila | 0,35 | 663 | kg |
Hlýri | 0,74 | 14.978 | kg |
Skötuselur | 1,58 | 23.993 | kg |
Gulllax | 0,38 | 462.637 | kg |
Grálúða | 2,11 | 647.094 | kg |
Skarkoli | 0,97 | 343.124 | kg |
Þykkvalúra | 1,32 | 52.319 | kg |
Langlúra | 0,61 | 41.641 | kg |
Sandkoli | 0,25 | 11.507 | kg |
Skrápflúra | 0,21 | 731 | kg |
Síld | 0,13 | 1.881 | tonn |
Úthafsrækja | 1,15 | 272.208 | kg |
Litli karfi | 0,32 | 36.252 | kg |
Breiðafjarðarskel | 0,32 | 4.929 | kg |
Djúpkarfi | 0,81 | 656.352 | kg |
Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Tilboðsmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Vakin er athygli á að Ugginn sendir sjálfkrafa staðfestingu um móttöku tilboðs.