Viðmiðunarverð á þorski hækkar um 12%

297
Deila:

Viðmiðunarverð á þorski hækkaði um 12% og á slægðri ýsu um 3,5% samkvæmt ákvörðun hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 2. október. Um er að ræða fisk, sem seldur í beinum viðskiptum eða löndunum til eigin vinnslu. Verð á óslægðri ýsu, karfa, slægðum og óslægðum ufsa haldast óbreytt.

Verð á fiski í beinum viðskiptum hefur farið hækkandi í haust. Í ágúst var ákveðið að halda öllum verðum óbreyttum, en í september hækkaði verð á óslægðum þorski um 3% og á slægðri ýsu um 5,4%.

Deila: