Rafrænn afkomufundur hjá Marel

207
Deila:

Marel hf. mun birta uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaðar þann 20. október 2020.

Miðvikudaginn 21. október 2020 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta. Fundurinn verður eingöngu rafrænn en þar munu Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi.

Fundinum verður vefvarpað beint á www.marel.com/webcast og upptaka verður aðgengileg á www.marel.com/ir eftir fundinn.

 

Deila: