Æfing á Kollafirði

226
Deila:

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu í Kollafirði í síðustu viku. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa.

Verkefni áhafnanna var að finna „níu skipverja“ sem saknað var á svæðinu.
Æfingin fór þannig fram að þrír léttbátar frá hvoru varðskipi voru sjósettir og leitað var að gúmmíbjörgunarbát, með fimm dúkkum, sem komið hafði verið fyrir af séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar á Kollafirði. Að auki var leitað að fjórum dúkkum sem fundust í fjörum í Þerney og Álfsnesi.

Aðstæður til leitar voru afar krefjandi þar sem vindur gustaði yfir 30 hnúta og nokkur vindbára var einnig. Áhafnirnar leystu verkefnið með sóma við snúnar aðstæður.

 

Deila: