Sjávarakademían vinsæl

149
Deila:

Mikil ásókn hefur verið í nám hjá Sjávarakademíunni. Yfir 90 umsóknir bárust í þau 15 pláss sem í boði voru við akademíuna í haust. Það er sexfalt meira en gert hafði verið ráð fyrir við stofnun hennar fyrr á árinu. Áhugann má rekja til vakningar á meðal ungs fólks um tækifærin í bláa hagkerfinu, umhverfismálum og sjálfbærni.

Í Sjávarakademíunni hitta nemendur frumkvöðla og kynnast því hvernig þau koma hugmynd í framkvæmd. Sjávarakademían er samstarfsverkefni Sjávarklasans og Fisktækniskólans. Akademían býður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og er áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Námið fer fram í Húsi sjávarklasans á Grandanum en einnig er lögð áhersla á að nemendur fari í kynnisferðir í haftengd fyrirtæki.

Deila: