Kvóti á sæbjúgu væntanlegur
Samkvæmt frumvarpi til laga í samráðsgátt, mál nr. 173/2020, er ætlunin að hlutdeildarsetja sæbjúga miðað við veiðireynslu fiskveiðiárin 2017/2018, 2018/2019 og 2019/2020. Af því tilefni hefur Fiskistofa hefur tekið saman landanir þessi fiskveiðiár. Ekki er tekið tillit til mögulegra flutninga veiðireynslu skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Lagt hefur verið mat á hvort veiðireynslan teljist til austur- eða vestursvæðis miðað við frumvarpið. Við mat á hvort sæbjúgnaafli heyri til austurs eða vesturs var fyrst og fremst tekið mið af aflaskráningu við löndun og staðsetningar skv. afladagbók, en þessu til stuðnings var miðað við staðsetningu löndunarhafnar. Ef niðurstaða þessarar athugunar var ekki afgerandi þá var ferill skipsins skoðaður og svæðið ákvarðað á grundvelli hans.
Yfirlit yfir veiðireynslu í sæbjúga 1718 til 1920
Útgerðir eru hvattar til að yfirfara gögnin og koma með ábendingar eða athugasemdir ef einhverjar eru til Fiskistofu.
Senda skal ábendingar og athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is
Þar sem leiðréttingar skv. ábendingum geta átt sér stað í listanum hér að ofan og frumvörp til laga eiga það til að breytast í meðförum þingsins þá er ekki tímabært að Fiskistofa reikni eða birti upplýsingar um hvernig hlutdeildasetning á sæbjúga gæti litið út.