Mjöli skipað út frá Loðnuvinnslunni

Um síðastliðna helgi voru tvær útskipanir af mjöli hjá Loðnuvinnslunni hf, eða um 2520 tonn samtals. Á laugardag fóru um 1260 tonn um borð í Saxum, og á sunnudag um 1260 tonn í Hav Sögu.
Báðir þessir farmar fara til Noregs.