Óbreytt verð á sjávarafurðum

217
Deila:

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt var óbreytt á þriðja ársfjórðungi borið saman við annan fjórðung. Verð á botnfiski lækkaði lítillega, eða um 0,4%, en uppsjávarfiskur hækkaði um 3,9% samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

Töluverð lækkun varð á verði sjávarafurða á öðrum fjórðungi borið saman við þann fyrsta. Þá lækkaði verðið um 5% og var það mesta lækkun á verði milli árfjórðunga síðan milli og fjórða ársfjórðungs 2008 fyrsta ársfjórðungs 2009. Þá stóð alþjóðafjármálakreppan sem hæst og heimsmarkaðsverð flestra afurða lækkaði mikið. Lækkunina á öðrum fjórðungi nú má fyrst og fremst rekja til lækkunar á botnfiski, en hún nam 6,1%. Lækkunin á uppsjávarafurðum nam þá 1,1% en mun meiri sveiflur eru í verði uppsjávarafurða en botnfiskafurða. Efnahagsleg áhrif Covid-19-faraldursins komu inn af fullum þunga á öðrum fjórðungi. Þá lækkaði verð m.a. vegna þrýstings frá kaupendum, erfiðara gekk að flytja fiskinn til endakaupenda og almennt séð gekk útflutningur sjávarafurða brösuglega. Verð sjávarafurða í erlendri mynt er enn tiltölulega hátt þrátt fyrir að það sé lægra en það var á fyrsta ársfjórðungi. Undanfarin tíu ár hefur verðið einungis verið hærra á annars vegar 2.-4. ársfjórðungi síðasta árs og hins vegar 1. og 2. fjórðungi þessa árs en það var núna á þriðja ársfjórðungi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða óbreytt á þriðja ársfjórðungi (PDF)

 

Deila: