Bjarni með mest af kolmunna
Bjarni Ólafsson AK trónir nú á toppnum á aflastöðulista Fiskistofu yfir þau skip sem hafa stundað kolmunnaveiðar á árinu. Hann er kominn með 19.340 tonn og hefur lokið við að fiska kvóta sinn. Næstu skip eru Börkur NK með 18.258 tonn, Venus NS með 17.099 tonn og Beitir NK með 16.862 tonn.
Heildaraflinn nú er um 192.000 tonn, en leyfilegur heildarafli á árinu er 246.900 tonn. Því eru óveidd um 54.900 tonn. Kvótinn í fyrra var 266.800 tonn og afli á árinu 263.000 tonn. Aðeins 3.800 tonn voru óveidd um áramótin og þau flutt yfir á þetta ár.