Bristol Seafood kaupir búnað frá Marel

207
Deila:

Sjávarútvegsfyrirtækið Bristol Seafood í Portland, Maine í Bandaríkjunum hefur keypt búnað fyrir botnfiskvinnslu sína. Með þessum búnaði mun afkastageta fyrirtækisins aukast og færa því nýja möguleika eins og nákvæmni í bitaskurði og flokkun betra flæði í vinnslunni

Marel, sem er leiðandi í framleiðslu hátæknibúnaðar fyrir fiskvinnslu í heiminum, metur samvinnu sína við Bristol Seafood mikils og er hreykið af því að eiga aðild að þessu hátækni fiskiðjuveri. Magnús Ólason, svæðisstjóri Marel fyrir fiskiðnað í Norður-Ameríku, segir að markmið Marel sé alltaf að hjálpa viðskiptavinum sínum að auka afköst og nýtingu á markaði sem nú sé að breytast á meiri hraða en nokkru sinni fyrr.

Fjárfesting Bristol Seafood í vinnslubúnaði frá Marel er svar við vaxandi þörf fyrir aukna framleiðslu. „Þessi fjárfesting og samvinna við Marel færir okkur getu til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á einstök gæði, stöðugleika, nákvæmni og sérhæfingu,“  segir forstjóri Bristol, Peter Handy.

 

Deila: