Óbreyttar kröfur á Bretlandi
Að gefnu tilefni vekur Fiskistofa athygli á að bresk stjórnvöld hafa tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að þau hafi fellt reglur ESB um veiði- og vinnsluvottorð efnislega óbreyttar inn í breska löggjöf.
Fyrir vikið verða engar breytingar á kröfum um veiði- og vinnsluvottorð vegna útflutnings sjávarafurða frá Íslandi til Bretlands nú um áramótin.
Útflytjendur eiga því áfram að hafa sama háttinn á og verið hefur við útgáfu vinnslu- og veiðivottorða til Bretlands.