Jakob Valgeir í útgerð erlendis

212
Deila:

Jakob Valgeir Flosason hefur keypt togara sem er við veiðar í Namibíu. Þetta staðfestir Jakob Valgeir Flosason við Bæjarins besta. Hann segir að um sé að ræða gamla Guðmund VE sem heitir nú Ernir og að skipið hafi verið leigt með áhöfn í nokkra mánuði til fyrirtækisins Tunacor Fisheries Limited sem er í Walvis Bay í Namibíu. Í áhöfn eru 33 menn og auk þess 2 eftirlitsmenn, þar af eru a.m.k. þrír Íslendingar samtímis.

Tunacor er samkvæmt upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins að fullu í eigu Namibískra aðila og gerir út 12 togara og þrjú línuskip auk þess að vera með vinnslu í landi. Veiðar eru stundaðar á hrossamakríl, lýsing, smokkfisk og fleiri tegundum. Tunacor leggur til veiðiheimildir.

Jakob Valgeir sagði að skipið verði áfram erlendis við verkefni.

 

Deila: