Norðmenn og Færeyingar semja um fiskveiðar

103
Deila:

Færeyjar og Noregur hafa náð tvíhliða samningi um gagnkvæm fiskveiðiréttindi fyrir næsta ár. Þó þorskkvótinn í Barentshafi hafi verið aukinn verulega  fyrir næsta ár eykst kvóti Færeyinga þar ekki.
Niðurstaðan varð því sú að veiðiheimildir á næsta ári verði óbreyttar frá því sem er á þessu ári.

Botnfiskkvóti Færeyinga innan lögsögu Norðmanna í Barentshafi verður því 4.945 tonn af þorski, 1.100 tonn af ýsu, 500 tonn af ufsa og 400 tonn af öðrum tegundum.

Norðmenn fá á móti leyfi til að veiða 2.500 tonn af löngu og blálöngu, 2.000 tonn af keilu og 800 tonn af öðrum botnfisktegundum. Makrílkvótinn verður óbreyttur í 6.600 tonnum.

Fyrir utan skipti á aflaheimildum fá færeysk skip leyfi til að taka 4.000 tonn af þorski og 350 tonn af ýsu úr kvóta sínum frá Rússum innan lögsögu Noregs. Það er 6.000 tonnum meira en í ár. Heimildir Norðmanna til veiða á kolmunna innan lögsögu Færeyja hækka um 4.800 tonn og verða 34.800 tonn á næsta ári.

 

Deila: