Aðskotaefni í frosnum fiski

108
Deila:

Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum fiski frá Víetnam með vöruheitinu Redtail Tinfoil Barb vegna ólöglegs aðskotaefnis. Fyrirtækið Dai Phat sem flutti inn vöruna hefur innkallað allar framleiðslulotur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Aðskotaefnið malachite green sem er notað sem lyf í fiskiræktun er eitrað og krabbameinsvaldandi og er því ólöglegt.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Deila: