Hábrún fær leyfi til fiskeldis í Skutulsfirði

150
Deila:

Matvælastofnun hefur veitt Hábrún hf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi í samræmi við lög um fiskeldi. Tillaga að rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar.

Hábrún hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 700 tonna hámarkslífmassa, þar af 650 tonn af regnbogasilungi og 50 tonn af þorski í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi. Eldið rúmast innan burðarþolsmats Ísafjarðardjúps. Fyrirtækið var áður með tvö rekstrarleyfi í Skutulsfirði, annars vegar 200 tonna rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á þorski og hins vegar 200 tonna rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á þorski, laxi og silungi. Eldissvæði þessara tveggja rekstrarleyfa eru samliggjandi í Skutulsfirði. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 28. janúar 2019. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Hábrúnar FE-1140 í Skutulsfirði.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður.

 

Deila: