„Vill kyrrsetja milljarða eignir Samherja“

„Ríkissaksóknari Namibíu vill kyrrsetja milljarða eignir Samherja. Hann telur forstjóra fyrirtækisins og fjóra starfsmenn hafa myndað samtök með sex Namibíumönnum og brotið lög með skipulögðum hætti.“
Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld og segir þar ennfremur svo: Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri kyrrsetningarkröfu ríkissaksóknara Namibíu. Í henni er farið fram á að eignir sex Namibíumanna og tíu félaga á þeirra vegum verði kyrrsettar á grundvelli laga um varnir gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Beiðnin tekur líka til fimm félaga Samherja í Namibíu og kröfu um kyrrsetningu tveggja skipa Samherja, togaranna Heinaste og Sögu. Sú krafa er rökstudd þannig að skipin hafi verið nýtt til að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja í Namibíu, og þannig verið nýtt til að fremja lögbrot.
https://www.ruv.is/kveikur/samherjaskjolin/ottudust-ad-rannsakendur-fyndu-leynifelag-i-dubai/