Hrun í þorskveiðum í Færeyjum

88
Deila:

Þorskafli af Færeyjamiðum hefur hrunið á þessu ári, eða um 50%. Aflinn á fyrstu 10 mánuðum ársins er aðeins um 8.500 tonn, en á sama tímas í fyrra var hann 17.000 tonn. Verðmæti þorskaflans hefur þó minnkað minna eða aðeins um 35%.

Fiskiskafli annar en uppsjávarfiskur á þessu tímabili nú er tæp 62.000 tonn, sem er samdráttur um tæp 7%. Af því er botnfiskur 42.000 tonn, sem er samdráttur um 12%. Ufsaafli á umræddu tímabili á þessu ári er tæp 19.000 tonn, sem er aukning um 18% miðað við sama tíma í fyrra. Landanir á ýsu hafa dregist saman um 19% og voru nú 5.300 tonn á móti 6.500 tonnum í fyrra.

Afli af uppsjávarfiski af öllum miðum varð 427.400 tonn, sem er ríflega 2% samdráttur. Kolmunni er uppistaðan í þeim afla, 283.000 tonn, en það er samdráttur um 9% frá því í fyrra. Síldaraflinn nú er 78.699 tonn, sem nánast sami afli og í fyrra. Makrílafli hefur hins vegar aukist um 34% og er nú 67.00 tonn.

Deila: