21.800 tonna loðnukvóti?

96
Deila:

Samkvæmt niðurstöðu loðnumælinga fyrr í mánuðinum leggur Hafrannsóknastofnun til veiðiráðgjöf upp á 21 800 tonn veturinn 2020/21 sem kemur í stað fyrri ráðgjafar frá því í október um engan afla.

Stærð hrygningarstofnsins mældist 487,4 þúsund tonn. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns.

Mælingarnar voru gerðar á uppsjávarveiðiskipunum Kap VE, Jónu Eðvaldsdóttur SF, Ásgrími Halldórssyni SF og grænlenska skipinu Iivid.

Mælingarnar fóru fram við ágætis skilyrði en hafís í Grænlandssundi takmarkaði yfirferð norðvestan við land. Vestan til var aðallega ungloðnu að sjá en á austari hluta yfirferðasvæðisins var nær eingöngu fullorðin loðna.

 

Ráðgjöf um loðnu 16. desember 2020.

 

Deila: