Góð karfaveiði á Fjöllunum

107
Deila:

,,Við vorum á veiðum á Fjöllunum SV af Reykjanesi. Karfaaflinn var fínn, miðað við að nú er svartasta skammdegið, og svo fengum við dálítið af ufsa með. Karfinn var mjög góður en ufsinn var blandaður hvað stærð áhrærir.”

Þetta sagði Friðleifur Einarsson (Leifur), skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, er rætt var við hann á heimasíðu Brims. Skipið kom til hafnar í Reykjavík með um 115 tonna afla.

Ísfisktogarar Brims hafa ekki verið á veiðum á SV miðum um skeið utan hvað Helga María var þar í tvo daga í túrnum á undan. Leifur segir ástandið á gullkarfanum á Fjöllunum vera mjög gott en það mætti sjást meira af ufsa.

,,Við náum einum túr fyrir jól og það er stefnt að því að fara strax aftur út þegar löndun lýkur á morgun. Brottför hefur verið ákveðin kl. 14,” segir Friðleifur Einarsson.

 

 

Deila: