Þórhallur fróður og skemmtilegur

257
Deila:

Maður vikunnar er Norðfirðingur í húð og hár. Hann er rekstrarstjóri fiskimjölsverkmiðja SVN. Hann hefur mikinn áhuga almennri útivist og lambalæri er í uppáhaldi hjá honum.

Nafn:

Hafþór Eiríksson.

Hvaðan ertu?

Norðfirðingur í húð og hár

Fjölskylduhagir?

Giftur Laufey Sigurðardóttir til 13 ára, á með henni 3 börn þá Svan og Sölva 12 ára og Kolfinnu 10 ára.

Hvar starfar þú núna?

Er rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar hf. Erum með verksmiðjur í rekstri bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

2016 byrjaði ég hjá Síldarvinnslunni og þá sem verksmiðjustjóri í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreyttar og krefjandi áskoranir flesta daga, mikill hraði oft á tíðum.

En það erfiðasta?

Eiginlega sama svar og í síðustu spurningu 😉 en það er stunum mikið umleikis hér þegar veiðin er mikil.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að upplifa loðnuspenninginn sem verður þegar fyrstu farmarnir eru á landleið. Það er svo mikið undir og allir spenntir svo það er vissara að vera með allt klárt.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þórhallur Jónasson, virkilega skemmtilegur og fróður maður.

Hver eru áhugamál þín?

Almenn útivist og fátt betra en að vera í ósnortinni náttúrunni í ró og næði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambalæri að hætti konunnar.

Hvert færir þú í draumfríið?

Það gæti byrjað í Króatíu og leitt síðan sunnar á hnöttinn en það er nóg eftir að skoða.

 

 

Deila: