Tundurdufli eytt

113
Deila:

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í gær.

Tundurskeytið kom kom í veiðarfæri togara sem var að veiðum úti fyrir Garðskaga síðdegis á miðvikudag en rúmlega 300 kíló af virku dýnamíti voru í hleðslunni. Áhöfn togarans brást hárrétt við og gerði Landhelgisgæslunni viðvart sem sendi sprengjusérfræðinga um borð í skipið í Sandgerðishöfn í gær.

Tundurskeytið var híft frá togaranum og dregið hálfan annan kílómetra frá höfninni þar sem því var sökkt á 10 metra dýpi. Í dag vann séraðgerðasveitin og áhöfnin á Tý að undirbúningi eyðingarinnar sem var ansi kraftmikil. Tilkomumikill strókur stóð 30 metra upp í loft eftir að skeytið var sprengt. Þetta er eitt öflugasta tundurskeyti sem komið hefur í veiðarfæri íslensks fiskiskips hin síðari ár. Aðgerðin gekk afar vel og ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem getur skapast af tundurskeyti sem þessu sem komið er til ára sinna.

Hér má sjá þegar tundurskeytinu var eytt. https://youtu.be/h81-6FE3Xr0

 

 

Deila: