Jólasaltfiskur á Ítalíu

290
Deila:

Nær allir Ítalir borða saltfisk á jóladag. Uppskriftin er auðvitað mismunandi eftir landshlutum og héruðum. Hér er uppskrift ættuð frá Ítalíu og er Íslandsstofa að kynna hana þar ytra um þessar mundir. Líklega verður saltfiskur ekki algengur á matardiskunum yfir hátíðirnar en við mælum með því að prófa saltfiskinn, svona kannski til hliðar við hamborgarhrygginn eða rjúpurnar

Innihald:

Útvatnaður saltfiskhnakki (200g)

Hveiti

Góð olía

1 stór Papaccelle (paprika)

 

Aðferð:

Skerið fiskinn í sneiðar, saltið og piprið létt, þurrkið vel (best er að gera þetta kvöldið áður, þessi smáatriði gera gæfumuninn, þurr fiskur bleytir hveitið minna og hann verður stökkari).

Veltið fisknum upp úr hveiti, setjið hann í heita olíuna við 180 \190 ° þar til hann er alveg eldaður, fer eftir þykkt.

Steikið Pappacella í stuttan tíma og án hveitis.

Ekki kemur fram hvort annað meðlæti er notað en uppskriftin er aðeins fyrir einn. Hana þarf að margfalda eftir fjölda matargesta. Svo er bara að nota meðlæti að eigin vali, nema rétturinn sé notaður sem forréttur. Á slóðinni hér að neðan má sjá hvernig ítalskur meistarakokkur ber sig að við eldamennskuna:

https://youtu.be/WhIKRU_t5gc

 

Deila: