Gnúpur seldur til Noregs

285
Deila:

Gnúpur GK-11 sigldi um hádegisbilið í gær áleiðis til Hafnarfjarðar þar sem hann fer í laufléttan slipp. Hann hefur verið seldur til Rússlands og stefnt er að því að hann verði afhentur nýjum eigendum í Kirkenes í Noregi snemma á nýju ári.

Skipið hefur verið í rekstri Þorbjarnar hf í um 26 ár, en það kom fyrst til hafnar í Grindavík í lok árs 1994. Áður hét skipið Guðbjörg ÍS-46 og var þá gert út sem ísfisktogari. Skömmu eftir komuna til Grindavíkur var Gnúpnum breytt í frystitogara og gerður út sem slíkur með góðum árangri.

Mynd: Björn Halldórsson

Deila: